Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. september 2022 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham hafnaði tilboðum frá Newcastle og Aston Villa
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Newcastle United og Aston Villa reyndu að krækja sér í brasilíska framherjann Lucas Moura frá Tottenham á lokadegi sumargluggans.


Bæði félög höfðu sýnt honum áhuga yfir sumarið en hvorugu tókst að semja við Tottenham. Antonio Conte hefur not fyrir Lucas þó hann sé búinn að falla aftar í goggunarröðinni eftir komu Richarlison.

Lucas er 30 ára hægri kantmaður sem getur einnig spilað á vinstri kanti og í fremstu víglínu. Hann á 35 landsleiki að baki Brasilíu og yfir 200 leiki fyrir bæði PSG og Tottenham.

Hann verður samningslaus næsta sumar og hefur þá möguleika á að skipta um félag á frjálsri sölu. 

Lucas skoraði 6 mörk í 45 leikjum með Tottenham á síðustu leiktíð og telur félagið mikilvægara að hafa hann áfram sem auka leikmann í hópnum frekar en að fá lága summu í kassann og eiga hættu á manneklu vegna leikjaálags og meiðslavandræða.


Athugasemdir
banner
banner