William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   mið 04. september 2024 19:43
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Arnar dregur sig úr landsliðinu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjum liðsins gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni í þessum mánuði, en hann þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

KSÍ hefur ákveðið að kalla ekki inn annan leikmenn í stað Hákonar, að minnsta kosti ekki að svo stöddu.

Hákon hefur verið með mikilvægustu leikmönnum landsliðsins síðan hann kom fyrst inn í hópinn fyrir tveimur árum.

Hann hefur spilað 19 A-landsleiki og skorað 3 mörk.

Þetta er þriðji leikmaðurinn sem neyðist til að draga sig úr hópnum í þessum glugga á eftir Sverri Inga Ingasyni og Brynjari Inga Bjarnasyni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner