Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 04. október 2021 09:10
Brynjar Ingi Erluson
Foden: Ég er heiðarlegur náungi
Phil Foden
Phil Foden
Mynd: EPA
Phil Foden, leikmaður Manchester City, fannst liðið spila vel í 2-2 jafnteflinu gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann segir Anfield einn erfiðasta völlinn í deildinni.

Foden iðaði af lífi í leiknum og var allt í öllu í sóknarleik City. Hann jafnaði metin eftir að Sadio Mane hafði komið Liverpool yfir og svo átti hann fyrirgjöfina sem skilaði sér í marki frá Kevin de Bruyne síðar í leiknum.

„Það er mjög erfitt að koma hingað með þessa stuðningsmenn og einn erfiðasti völlurinn í deildinni en við náðum að höndla það ágætlega fannst mér," sagði Foden.

„Þessi leikur bauð upp á allt. Það var sótt á báða enda og þetta var geggjaður leikur. Við náðum að halda okkur inn í þessu fram að síðustu mínútu og við erum ánægðir með jafnteflið. Við hefðum tekið öll stigin á öðrum degi."

„Það voru vonbrigði að vera ekki yfir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks en við héldum þar sem frá var horfið í þeim síðari.


Man City vildi fá vítaspyrnu er James Milner fór aftan í Foden í leiknum en Foden segist ekki vera mikið fyrir það að láta sig detta þegar hann finnur snertingu.

„Ég er heiðarlegur. Ég vil ekki detta í jörðina þegar það er brotið á mér. Ég vil standa í lappirnar og vera heiðarlegur. Þetta gerist og svona er fótboltinn en við gerðum ágætlega í þessum leik," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner