Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 04. október 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Marinakis bálreiður - Störf margra hjá Forest í hættu
Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, er sagður bálreiður yfir slæmu gengi í upphafi leiktíðar. Nýliðarnir eru í neðsta sæti eftir fimm tapleiki í röð.

Daily Mail segir að Marinakis gæti framkvæmt hreinsanir hjá félaginu. Hann er að íhuga að reka stjórann Steve Cooper en fleiri gætu fokið.

Framkvæmdastjórinn Dane Murphy gæti einnig fengið sparkið en félagið fékk 22 nýja leikmenn til sín í sumar.

Stöður George Syrianos, sem er yfir innkaupum, og njósnarans Andy Scott eru líka í hættu.

Cooper náði frábærum árangri með því að stýra Forest upp í efstu deildina á síðasta tímabili, en liðið er í deild þeirra bestu í fyrsta sinn í 23 ár. Liðið var á botni Championship-deildarinnar þegar hann tók við í september 2021.

Rafa Benítez er sagður á blaði hjá Marinakis ef Cooper verður rekinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner