PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 04. október 2024 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola vildi fresta fyrstu leikjunum á næsta tímabili
Mynd: Getty Images

Pep Guardiola er ekki sáttur við forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar en Man City vill að fyrstu leikjum sínum á næstu leiktíð verði frestað.


Það er mikið álag á leikmönnum Man City með tilkomu HM Félagsliða sem verður haldið í fyrsta sinn yfir sumartímann næsta sumar. Ásamt Man City verður Chelsea í keppninni.

„Úrvalsdeildin hefur ekki gefið leyfi að fresta fyrstu tveimur leikjunum okkar svo við getum hvílt okkur. Takk fyrir," sagði Guardiola.

„Ég held að félagið hafi beðið um að leikjum yrði frestað fyrstu þrjár vikurnar svo við getum tekið okkur frí eftir HM félagsliða en það ere alls ekki hægt."

BBC greinir hins vegar frá því að Man City hafi ekki formlega beðið um að leikjum liðsins yrði frestað.

Leikurinn um Samfélagsskjöldinn hefur verið spilaður á bilinu 9-16. ágúst undanfarin ár og hefur City oftar en ekki tekið þátt í þeim leik.


Athugasemdir
banner
banner