Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. desember 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Láki framlengir í Hong Kong (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason hefur framlengt samning sinn við knattspyrnusamband Hong Kong.

Þorlákur var ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála í Hong Kong fyrir tveimur árum og ánægja hefur verið með störf hans þar.

„Á næstunni kynnum við nýtt leyfiskerfi fyrir akademíur í landinu með fjárhagsstuðningi fyrir þá sem hafa menntun þjálfara, hugmyndafræði, leikstíl og aðra innviði í lagi," segir Láki á Twitter í dag.

Þorlákur þjálfaði áður U17 ára landslið karla en hann hefur einnig stýrt meistaraflokki karla hjá Val og Fylki sem og meistaraflokki kvenna hjá Stjörnunni á þjálfaraferli sínum.

Athugasemdir
banner