Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 05. janúar 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Klaufalegur varnarleikur hjá Trent
Trent Alexander-Arnold hefur átt betri daga í vörn Liverpool en hann gerðist sekur um slæm mistök í sigurmarki Southampton á St. Mary's í gær.

James Ward-Prowse átti aukaspyrnu inn á teiginn og ætlaði Trent að hreinsa boltann í burtu en hitti ekki boltann og varð það til þess að Danny Ings komst í boltann og lyfti honum yfir Alisson í markinu.

Virkilega mikilvægur sigur hjá Southampton í baráttu um Evrópudeildarsæti.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner