Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. mars 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carlos Sanchez í Watford (Staðfest)
Carlos Sanchez.
Carlos Sanchez.
Mynd: Getty Images
Watford hefur samið við miðjumanninn Carlos Sanchez um að leika með liðinu út tímabilið.

Sanchez er 35 ára gamall og kólumbískur landsliðsmaður. Hann var síðast á mála hjá West Ham þar sem hann spilaði 18 leiki á tveimur tímabilum.

Síðasti leikur Sanchez kom í janúar á síðasta ári þegar hann spilaði 1-0 tapi gegn West Brom í FA-bikarnum. Hann spilaði með Aston Villa frá 2014 til 2017.

Sanchez gæti spilað sinn fyrsta leik með Watford á laugardag gegn Nottingham Forest en hann kemur til með að hjálpa Watford í baráttunni um að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildinni. Watford er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner