Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 05. apríl 2020 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmannahópur Liverpool vill útskýringu frá félaginu
Mikið ósætti ríkir meðal stuðningsmanna Liverpool eftir að tilkynnt var að félagið ætlaði að nýta sérstakt úrræði stjórnvalda til að borga starfsmönnum sínum laun.

Liverpool hefur hagnast gríðarlega mikið síðustu ár en hefur þrátt fyrir það ákveðið að bætast í hóp með Tottenham, Norwich, Bournemouth og Newcastle sem hafa öll ákveðið að nýta sér úrræðið.

Ákvörðun Liverpool er talin spara félaginu 750 þúsund pund á mánuði næstu þrjá mánuðina, eða rétt rúmar tvær milljónir í heildina. Það er ekki stór upphæð fyrir félag af þessari stærðargráðu.

Einn helsti stuðningsmannahópur Liverpool heitir Spirit of Shankly og starfar náið með félaginu þegar kemur að ýmsum atriðum, svo sem skipulags- og öryggismálum.

„Meðlimir hópsins eru sammála um að það sé rangt að félag eins og Liverpool nýti sér skattpening landsmanna til að greiða laun starfsmanna. Ekkert fyrirtæki sem skilar svona miklum hagnaði ætti að nýta skattpeninga á krepputímum," segir í yfirlýsingu frá stuðningsmannahópnum.

„Við höfum beðið félagið um svör og rökstuðning. Við munum tjá okkur frekar um leið og svörin berast."
Athugasemdir
banner