Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 05. júní 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
18 ára leikmaður Zürich greip óvænt tækifæri gegn Þjóðverjum
Wilfried Gnonto í baráttunni í leiknum í gær
Wilfried Gnonto í baráttunni í leiknum í gær
Mynd: EPA
Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins, gerði tíu breytingar á liði sínu fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í gær og kallaði hann inn nokkra unga leikmenn, en einn þeirra var Wilfried Gnonto.

Gnonto er ekki nafn sem margir þekkja. Hann er 18 ára gamall og er á mála hjá svissneska félaginu Zürich en hann kom til félagsins á frjálsri sölu frá Inter fyrir tveimur árum.

Þessi ungi leikmaður var fenginn inn í landsliðshópinn á dögunum og nýtti hann tækifærið um leið.

Gnonto skoraði fimm mörk fyrir U19 ára landslið Ítalíu í undankeppni EM og var markahæstur ásamt Orra Steini Óskarssyni, en Gnonto hafði ekki spilað leik fyrir U21 árs landsliðið fyrir leikinn gegn Þjóðverjum í gær.

Hann tók skrefið beint upp í A-landsliðið og kom við sögu á 65. mínútu en nokkrum mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Lorenzo Pellegrini.

Gnonto kom með ferskleika inn í sóknarleik ítalska liðsins og er ljóst að þarna er upprennandi stjarna á ferð.

„Þetta var skrítin og spennandi vika. Þjálfarinn gaf mér tækifærið og ég reyndi að gera sem mest úr því. Þetta er búið að gerast svo hratt en ég reyni að njóta augnabliksins og að æfa með liðinu því það eru alger forréttindi að vera hér," sagði Gnonto eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner