Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 05. júní 2022 14:40
Anton Freyr Jónsson
„Vonandi sér fólk það og mætir á völlinn"
Birkir Bjarnason,fyrirliði Íslands.
Birkir Bjarnason,fyrirliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Birkir Bjarnason, fyrirliði Íslands var spurður út í stöðuna á sér eftir þetta langa ferðalag frá Ísrael á fréttamannafundi Íslands í Laugardalnum núna í hádeginu.

„Mér líður bara vel. KSÍ settu upp mjög þægilega ferð til baka og ég held að allir hafi nýtt sér það vel og eru klárir í slaginn á morgun."


Birkir Bjarnason var spurður hvort leikurinn í Ísrael hafi verið besti leikur liðsins síðan Arnar Þór Viðarsson tók við og Birkir var að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins út í Ísrael en segir að það séu hlutir sem hægt sé að bæta. 

.,Já ég held það. Við áttum í mínum huga mjög góðan leik á móti Finnum og við bættum ofan á það á móti Ísrael og við erum að mörgu leyti mjög ánægðir með hann en vitum líka að það er margt sem við getum gert betur og sérstaklega varnalega, við höfum verið að tala um það og ætlum okkur að bæta það í næstu leikjum."

Birkir Bjarnason segir að andinn í hópnum sé góður og óskar Birkir eftir stuðningi Íslensku þjóðarinnar á morgun.

„Andinn er bara mjög góður. Við viljum og vonumst til þess að fá eins marga á völlinn og hægt er á morgun. Við höfum ekki verið að ná góðum úrslitum síðustu ár en mér finnst við vera búnir að spila bara mjög fínan bolta í síðustu leikjum og vonandi sér fólk það og mætir á völlinn."

Hinn ungi Hákon Arnar Haraldsson spilaði sinn fyrsta A-landsleik á fimmtudaginn úti í Ísrael og var hann valinn einn af mönnum leiksins en hann var frábær inn á miðsvæðinu með Birki Bjarnasyni. 

„Þeir eru flestir ungir en hann stóð sig gríðarlega vel. Gaman að sjá að svona ungur strákur kemur inn í sinn fyrsta leik og að mínu mati einn besti leikmaður vallarsins og hann á mjög bjarta framtíð framundan og mér hlakkar til að sjá hvernig þróunin hans verður."

Ísland og Albanía mætast á Laugardalsvelli á morgun og hefst leikurinn klukkan 18:45 og miðasala á leikinn fer fram á Tix.is.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner