Jude Bellingham miðjumaður Dortmund hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid að undanförnu.
Bellingham var lengi sterklega orðaður við Liverpool en enska félagið er sagt hafa dregið sig út úr baráttunni um enska miðjumanninn.
“Bellingham? Ég tala ekki um leikmenn sem eru ekki hjá Real Madrid," sagði Ancelotti einfaldlega.
Samningar Dani Ceballos og Nacho renna út um mánaðamótin en Ancelotti er viss um að þeir verði áfram.
„Ég held að Ceballos og Nacho munu skrifa undir nýja samninga og vera áfram hjá Real Madrid," sagði Ancelotti.
Athugasemdir