Talað hefur verið um að Chelsea vildi losa sig við Conor Gallagher þar sem hann passaði ekki inn í leikstíl Enzo Maresca stjóra liðsins.
Það lá lengi í loftinu en hann gekk loksins til liðs við spænska liðsins Atletico Madrid í sumar. Hann er í landsliðshópi Englendinga fyrir leiki gegn Írlandi og Finnlandi í Þjóðadeildinni.
„Mér finnst það persónulega ekki satt. Ég átti gott tímabil með Chelsea á síðustu leiktíð það sást með því að ég var alltaf í liðinu hjá Pochettino," sagði Gallagher.
„Stuðningsmennirnir voru hrifnir af því sem ég gerði á vellinum. Ég er mjög þakklátur fyrir það og mjög þakklátur Pochettino fyrir að gefa mér tækifæri til að sýna mína bestu hlið hjá Chelsea."
Athugasemdir