Craig Bellamy landsliðsþjálfari Wales hefur valið Daniel James í fyrsta sinn í landsliðshópinn síðan hann tók við liðinu. Þessi 26 ára vængmaður Leeds hefur misst af síðustu landsleikjum vegna meiðsla.
Wales er í riðli með Íslandi í Þjóðadeildinni og á framundan heimaleiki gegn Tyrklandi og Íslandi. Wales gerði 2-2 jafntefli gegn Íslandi á Laugardalsvelli í síðasta glugga.
Wales er í riðli með Íslandi í Þjóðadeildinni og á framundan heimaleiki gegn Tyrklandi og Íslandi. Wales gerði 2-2 jafntefli gegn Íslandi á Laugardalsvelli í síðasta glugga.
Wales er í baráttu um að komast upp í A-deildina en Ísland er í þriðja sæti riðilsins.
Aaron Ramsey er enn á meiðslalistanum en hann meiddist aftan í læri í sigri Wales gegn Svartfjallalandi í byrjun september. Ethan Ampadu er einnig meiddur en Joe Allen er áfram í hópnum eftir að hafa tekið landsliðsskóna fram að nýju fyrir síðasta glugga.
Í hópnum er meðal annars Harry Wilson sem skoraði tvívegis í uppbótartíma gegn Fulham í gær og tryggði liðinu 2-1 sigur gegn Brentford.
Markverðir: Danny Ward, Karl Darlow, Tom King.
Varnarmenn: Rhys Norrington-Davies, Owen Beck, Ben Davies, Ben Cabango, Joe Rodon, Chris Mepham, Connor Roberts, Neco Williams.
Miðjumenn: Jordan James, Rubin Colwill, Josh Sheehan, Joe Allen, Harry Wilson, David Brooks, Daniel James, Sorba Thomas, Wes Burns.
Sóknarmenn: Brennan Johnson, Kieffer Moore, Mark Harris, Nathan Broadhead, Lewis Koumas, Liam Cullen.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tyrkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 8 - 3 | +5 | 10 |
2. Wales | 4 | 2 | 2 | 0 | 5 - 3 | +2 | 8 |
3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 7 - 9 | -2 | 4 |
4. Svartfjallaland | 4 | 0 | 0 | 4 | 1 - 6 | -5 | 0 |
Athugasemdir