Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
   þri 05. desember 2023 13:00
Elvar Geir Magnússon
Arteta: Ótrúlega falleg saga
Topplið Arsenal heimsækir Luton í kvöld.
Topplið Arsenal heimsækir Luton í kvöld.
Mynd: Getty Images
Frá Kenilworth Road, heimavelli Luton.
Frá Kenilworth Road, heimavelli Luton.
Mynd: Getty Images
Bukayo Saka mun spila sinn 200. leik fyrir Arsenal í öllum keppnum.
Bukayo Saka mun spila sinn 200. leik fyrir Arsenal í öllum keppnum.
Mynd: Getty Images
Luton og Arsenal mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 20:15. Mikel Arteta stjóri Arsenal segir að það sem Luton hefur afrekað sem ótrúlega fallega sögu.

Luton varð fyrsta liðið til að spila í utandeildinni og komast upp í ensku úrvalsdeildina.

„Þetta er heillandi saga sem veitir manni andagift. Að spila á Kenilworth Road verður öðruvísi upplifun, við höfum þegar rætt það við leikmenn. En þeir eru jákvæðir, þetta er enski boltinn, deildin okkar,“ segir Arteta.

Kenilworth Road tekur 11.500 manns og er svo sannarlega leikvangur af gamla skólanum.

„Luton hefur komist aftur upp í deild þeirra bestu á ótrúlegan hátt, þeir hafa lent í svo miklu mótmæli. Þeir geta verið fyrirmynd fyrir öll félög í deildinni. Félag sem hefur gert magnaða hluti, þetta er ótrúlega falleg saga og þeir eiga allt hrós skilið."

„Liðið hefur verið að ná öflugum úrslitum og líka spilað leiki þar sem þeir hafa verið gríðarlega nálægt því. Við búumst við mikilli ákefð og erfiðum leik."

Arsenal er á toppi deildarinnar og en liðið verður án Takehiro Tomiyasu í kvöld þar sem hann er að glíma við smávægileg meiðsli. Thomas Partey, Emile Smith Rowe, Fabio Vieira og Jurrien Timber eru áfram fjarverandi.

Punktar varðandi leikinn:

- Þetta er fyrsti mótsleikur milli þessara liða síðan Luton vann Arsenal 1-0 á öðrum degi jóla 1991. Mick Harford skoraði eina markið á Kenilworth Road.

- Arsenal er án sigurs í síðustu tíu útileikjum gegn Luton í deild og bikar, síðan liðið vann þá 2-1 í janúar 1984.

- Luton er eitt af þremur liðum í deildinni sem hefur ekki náð að halda marki sínu hreinu í neinum leik. Hin eru Brighton og Sheffield United.

- Luton hefur skorað í öllum heimaleikjum sínum fyrir utan einn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

- Jacob Brown vonast til að skora fyrir Luton í þriðja deildarleiknum í röð, í fyrsta sinn síðan hann gerði það í C-deildinni með Barnsley 2019.

- Arsenal hefur unnið þrjá útileiki á þessu tímabili 1-0.

- Arsenal hefur haldið marki sínu hreinu í fjórum útileikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk á útivöllum.

- Arsenal hefur unnið síðustu sjö deildarleiki sem liðið hefur spilað í desember.

- Bukayo Saka mun spila sinn 200. leik fyrir Arsenal í öllum keppnum. Hann er 22 ára og 91 daga gamall og verður næst yngstur til að ná þessum áfanga fyrir Arsenal, á eftir Cliff Bastin 1934.

Líklegt byrjunarlið Luton:
Kaminski; Osho, Mengi, Bell; Kabore, Mpanzu, Barkley, Giles; Townsend, Brown, Ogbene

Líklegt byrjunarlið Arsenal:
Raya; White, Saliba, Gabriel, Zinchenko; Ödegaard, Rice, Havertz; Saka, Jesus, Trossard
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 27 19 6 2 64 25 +39 63
2 Man City 26 18 5 3 59 26 +33 59
3 Arsenal 26 18 4 4 62 23 +39 58
4 Aston Villa 27 17 4 6 59 37 +22 55
5 Tottenham 26 15 5 6 55 39 +16 50
6 Man Utd 26 14 2 10 36 36 0 44
7 West Ham 27 12 6 9 43 47 -4 42
8 Newcastle 27 12 4 11 57 45 +12 40
9 Brighton 27 10 9 8 49 44 +5 39
10 Wolves 27 11 5 11 40 43 -3 38
11 Chelsea 26 10 6 10 44 43 +1 36
12 Fulham 27 10 5 12 39 42 -3 35
13 Bournemouth 25 7 7 11 33 47 -14 28
14 Crystal Palace 27 7 7 13 32 47 -15 28
15 Brentford 27 7 5 15 39 50 -11 26
16 Everton 27 8 7 12 29 37 -8 25
17 Nott. Forest 27 6 6 15 34 49 -15 24
18 Luton 26 5 5 16 37 54 -17 20
19 Burnley 26 3 4 19 25 58 -33 13
20 Sheffield Utd 26 3 4 19 22 66 -44 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner