Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. janúar 2021 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski deildabikarinn: Man City í úrslit fjórða árið í röð
Man City - Tottenham í úrslitaleiknum
Man City fer í úrslitaleikinn í deildabikarnum.
Man City fer í úrslitaleikinn í deildabikarnum.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire fær ekki að leiða sitt lið í úrslitaleikinn.
Harry Maguire fær ekki að leiða sitt lið í úrslitaleikinn.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 0 - 2 Manchester City
0-1 John Stones ('50 )
0-2 Fernandinho ('83 )

Annað árið í röð hafði Manchester City betur gegn Manchester United í undanúrslitum enska deildabikarsins. Í fyrra var það í tveggja leikja einvígi en í ár var það í einum leik sem fram fór á Old Trafford í Manchester.

Bruno Fernandes átti fína tilraun í byrjun leiks en Zack Steffen varði vel í marki City. Stuttu síðar átti Kevin de Bruyne, miðjumaður Man City, þrumuskot í stöngina.

Man Utd skoraði einu sinni og City tvisvar í fyrri hálfleiknum en öll mörkin voru dæmd af vegna rangstöðu. Fyrri hálfleikurinn var býsna fjörugur en engin lögleg mörk voru skoruð og því staðan markalaus að honum loknum.

Snemma í seinni hálfleik kom fyrsta markið og þar var að verki John Stones eftir aukaspyrnu. Stones hefur komið öflugur inn hjá City að undanförnu og hann skoraði þarna eftir aukaspyrnu Phil Foden. Boltinn fékk að skoppa í teignum áður en Stones skoraði.

Man Utd náði ekki að opna City mikið eftir markið hjá Stones og ef eitthvað er, þá var City líklegra til að bæta við. Þeir bláklæddu gerðu það svo þegar Fernandinho skoraði með föstu skoti fyrir utan teig. Dean Henderson í marki Man Utd reyndi ekki einu sinni að skutla sér.

Þar við sat og lokatölur 2-0 fyrir Man City sem fer í úrslitaleikinn fjórða árið í röð. City hefur unnið þessa keppni í öll þrjú skiptin og núna mætir þeir Tottenham í úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner