Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. apríl 2020 08:51
Elvar Geir Magnússon
Læknir Reims tók eigið líf eftir að hann smitaðist af kórónaveirunni
Frá leik með Reims á þessu tímabili.
Frá leik með Reims á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Franska félagið Stade Reims hefur staðfest að læknir félagsins, Bernard Gonzalez, sé látinn.

Gonzalez var 60 ára gamall og hafði verið læknir Reims í 20 ár en hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa greinst með kórónaveiruna.

Le Parisien segir að hann hafi skilið eftir sér bréf þar sem hann útskýrði þessa ákvörðun en ekki er farið í innihald bréfsins.

Eiginkona Gonzalez hafði einnig greinst með veiruna

„Ég er orðlaus. Þessar fréttir eru mikið áfall. Hann var gríðarlega virtur og lagt sig allan fram fyrir félagið í 20 ár," segir Jean-Pierre Caillot, forseti Stade Reims.

Reims er í fimmta sæti efstu deildar Frakklands.


Athugasemdir
banner
banner
banner