Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 06. apríl 2021 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Þarft að vinna fyrir þeim rétti að fara í undanúrslit
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
„Ef þú vilt fara í undanúrslitin þá þarftu að vinna fyrir því að eiga rétt á því," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 3-1 tap gegn Real Madrid í kvöld.

Þetta var fyrri leikur liðanna í átta-liða úrslitum keppninnar en leikurinn í kvöld fór fram á Spáni.

„Við unnum ekki fyrir þeim rétti í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það eina góða, fyrir utan markið, er að þetta er bara fyrri hálfleikur í einvíginu."

„Við spiluðum bara ekki nægilega góðan fótbolta til að valda Real Madrid vandræðum. Við gerðum þeim of auðvelt fyrir. Við áttum ekki mikið meira skilið en eitt mark, það gefur okkur líflínu."

Klopp tók Naby Keita af velli í fyrri hálfleik. „Það er ekki stór saga. Það var taktísk breyting og ég hefði getað gert fleiri breytingar á þeim tímapunkti."

Klopp sagði að Liverpool verði að fara mikið betur með boltann í seinni hálfleiknum, það gangi ekki að gefa boltann frá sér á röngum augnablikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner