Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 06. apríl 2023 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stemningsmaðurinn Erlingur Agnarsson.
Stemningsmaðurinn Erlingur Agnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Gísli Gotti.
Gísli Gotti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Kostic.
Alexander Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergvin Fannar fær að fara með á eyðieyjuna.
Bergvin Fannar fær að fara með á eyðieyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Gísli var í vetur keyptur til Víkingi frá uppeldisfélagi sínu ÍR. Hann er varnarmaður sem æfði með U21 landsliðinu í febrúar og spilaði sinn eina U19 leik fyrir rúmu ári síðan.

Hann lék vel með ÍR í 2. deild, skoraði þrjú mörk í fimmtán leikjum og reyndi Njarðvík að fá hann í sínar raðir áður en Víkingur stökk til og fékk hann í sínar raðir. Í dag sýnir Sveinn Gísli á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 3. sæti: Víkingur
Gerðist fljótt eftir leikinn gegn Víkingi - „Meiri séns á að verða betri leikmaður"
Segir að Sveinn Gísli hafi verið kominn of langt fyrir 2. deild

Fullt nafn: Sveinn Gísli Þorkelsson

Gælunafn: Gilli

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: sumarið 2021 minnir mig

Uppáhalds drykkur: San Pellegrino

Uppáhalds matsölustaður: Saffran

Hvernig bíl áttu: BMW

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Office

Uppáhalds tónlistarmaður: Playboi Carti eða 21 savage

Uppáhalds hlaðvarp: Beint í bílinn

Fyndnasti Íslendingurinn: Verður að vera Sveppurinn

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Mættzur

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ekki hugmynd margir góðir

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Arnar Gunnlaugs

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Bergvin Fannar á æfingum, svo montinn þegar hann vann

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Neymar

Sætasti sigurinn: Vinna Víking í 2. flokki á útivelli eftir að þeir voru ekki búnir að tapa á tímabilinu

Mestu vonbrigðin: rífa liðband það var þreytt

Uppáhalds lið í enska: ARSENAL

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Erfitt að velja

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Hákon Haralds

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Alexander Kostic

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Allar Fallegar

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Gísli Gotti klárlega

Uppáhalds staður á Íslandi: Breiðholtið góða

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Dettur voða lítið í hug

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Tek faðirvorið fyrir leik

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: körfubolta aðallega

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: Að vera klobbaður er alltaf vont

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Bergvin Fannar, Gísla Gotta og Helga Guðjóns bara til að halda uppi stemningu

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Líklega Elli, eftir að ég kynntist honum betur þá kom í ljós að hann er alvöru stemningsmaður

Hverju laugstu síðast: Er á leiðinni

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: yoyo test og varnarfærslur en aðallega bara að tapa.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég væri til í að spyrja gorminn sem hannaði pýramídana hvernig hann fór að því
Athugasemdir
banner
banner
banner