Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 06. maí 2022 14:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
„Elín Metta í toppstandi hefði án efa skorað þrjú til fjögur í leiknum"
Skorað 126 mörk í 169 leikjum í efstu deild.
Skorað 126 mörk í 169 leikjum í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen, leikmaður Vals, kom sér í nokkur virkilega góð færi þegar Valur heimsótti Þór/KA í Bogann í vikunni. Elín Metta hefur verið einn mesti markaskorari efstu deildar síðasta áratuginn en brást bogalistin nokkrum sinnum á ögurstundu gegn Þór/KA.

Íslandsmeistarar Vals töpuðu 2-1 fyrir norðan og koma úrslitin talsvert á óvart. Valsliðið og Elín Metta voru til umræðunni í sjónvarpsþættinum Bestu mörkin í gær. Þar gagnrýndi markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir leikform landsliðsframherjans.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  1 Valur

Það skal tekið fram að Elín Metta skoraði eina mark Vals í leiknum og jafnaði metin fyrir liðið um miðbik seinni hálfleiks. Markið var hennar fyrsta mark í sumar en það tók hana fimm umferðir að skora sitt fyrsta mark á síðasta tímabili. Í vetur var rætt um að Elín væri jafnvel hætt í fótbolta en hún neitaði fyrir það og var í kjölfarið valin í A-landsliðið.

„Mér finnst ég smá sjá að Elín Metta sé ekki alveg komin í sitt stand,“ sagði Margrét Lára sem er sérfræðingur í þættinum.

„Ef Elín Metta hefði náð að æfa í allan vetur og verið í toppstandi þá hefði hún skorað þrjú til fjögur mörk í þessum leik. Án efa," sagði Margrét.

Umræðuna má nálgast í spilaranum að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner