Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. júlí 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hakimi fór frá Real Madrid út af Zidane
Achraf Hakimi.
Achraf Hakimi.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður bakvarðarins Achraf Hakimi segir að leikmaðurinn hafi ákveðið að yfirgefa Real Madrid út af þjálfaranum Zinedine Zidane.

Hakimi hefur varið síðustu tveimur tímabilum á láni hjá Borussia Dortmund frá Real Madrid. Hann átti að snúa aftur til Madrídar í sumar, en spænska stórveldið ákvað að selja hann til Inter fyrir 40 milljónir evra.

Martin Camano, umboðsmaður leikmannsins, hefur tjáð sig um félagaskiptin.

Í samtali við Al Mountakhab segir hann: „Zidane er ástæðan fyrir því að Hakimi fór til Inter. Hann verður að útskýra það betur."

Camano útskýrði það ekki betur en það. Hinn 21 árs gamli Hakimi skrifaði undir fimm ára samning hjá Inter, en gera má ráð fyrir því að spiltími hjá Real Madrid hefði ekki verið eins mikill og hann hefði viljað. Dani Carvajal er hægri bakvörður númer eitt hjá Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner