Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 06. ágúst 2020 11:13
Magnús Már Einarsson
Logi Ólafs: Valur vill ekki hleypa Ólafi Karli Finsen í FH
Ólafur Karl Finsen.
Ólafur Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ekkert launungarmál að við höfum rætt við Ólaf Karl Finsen og hann vill koma í FH en Valur vill ekki hleypa honum til okkar," sagði Logi Ólafsson, þjálfari FH, í viðtali í Fantasy Gandalf í dag.

Ólafur Karl hefur verið orðaður við FH að undanförnu en hann hefur einungis komið við sögu í einum leik í Pepsi Max-deildinni með Val í sumar.

FH vill fá Ólaf Karl í sínar raðir en Valur hefur ekki viljað leyfa honum að fara í Fimleikafélagið.

„Fyrst vorum við ekki á bannlista því við vorum svo neðarlega en mér skilst að Valur vilji ekki láta hann til sinna helstu samkeppnisaðila, Breiðablik, KR, Stjarnan og eitthvað svoleiðis og svo var FH sett á bannlista," sagði Logi í Fantasy Gandalf.

.,Það hafa verið viðræður milli Vals og FH í þessu máli en það hafa engar lausnir komið ennþá. Ég vona að þær komi."

Hinn 28 ára gamli Ólafur Karl verður samningslaus 16. október næstkomandi en hann er á sínu þriðja tímabili hjá Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner