PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 06. september 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Nóg að gera hjá lögfræðingum Man City - Mál Mendy fer fyrir dóm í október
Benjamin Mendy
Benjamin Mendy
Mynd: Getty Images
Mál franska bakvarðarins Benjamin Mendy gegn hans gamla félagi Manchester City fer fyrir dóm í næsta mánuði, en þetta segir Sky Sports í dag.

Mendy ákvað að lögsækja Man City í lok síðasta árs vegna vangoldinna launa en hann krefst þess að fá allt að 10 milljónir punda frá félaginu.

Frakkinn var kærður fyrir fjölda nauðganna og kynferðisbrota í lok ágúst 2021. Man City hætti að greiða honum laun í september og alveg fram að endalokum samningsins, sem rann út á síðasta ári.

Mendy var sýknaður af öllum ákærum og ákvað í nóvember að höfða mál gegn Manchester City.

Sky Sports hefur nú greint frá því að málið fer fyrir dóm í næsta mánuði.

Það er nóg á könnu lögfræðinga Manchester City sem eru einnig að undirbúa sig undir töluvert stærra mál, en félagið þarf að svara fyrir 115 kærur vegna brota á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar.

Óháð nefnd tekur málið fyrir í þessum mánuði og gæti það tekið allt að tíu vikur. Úrskurðurinn verður síðan opinberaður í mars á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner