Heimild: Oxu

Portúgalski þjálfarinn Fernando Santos og fótboltasamband Aserbaídsjan hafa náð samkomulagi um að hann láti af störfum eftir 5-0 tapið gegn Íslandi í undankeppni HM í gær.
Santos tók við landsliði Aserbaídsjan á síðasta ári en ekki enn tekist að vinna leik.
Liðið hefur tapað níu leikjum og gert tvö jafntefli, en tapið gegn Íslandi var dropinn sem fyllti mælinn.
Vefmiðillinn Ozu segir að fótboltasambandið hafi komist að samkomulagi við Santos um að hann láti af störfum, en sambandið greiðir honum starfslokagreiðslu upp á eina milljón evra.
Santos var gagnrýndur harðlega eftir frammistöðuna gegn Íslandi og ýjaði Jahangir Farajullayev, framkvæmdastjóri sambandsins, að því að Santos yrði látinn fara.
Ekki liggur fyrir hvort hann stýri liðinu í leiknum gegn Úkraínu á þriðjudag eða hvort einn af aðstoðarmönnum hans muni taka við liðinu til bráðabirgða.
Athugasemdir