Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 06. október 2020 23:55
Victor Pálsson
Lingard gæti enn yfirgefið Man Utd
Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, gæti enn verið á förum frá félaginu samkvæmt heimildum ESPN.

Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, gæti enn verið á förum frá félaginu samkvæmt heimildum ESPN.

Lingard er ekki fyrsti maður á blað hjá Ole Gunnar Solskjær og mun fá takmarkað að spila á þessari leiktíð.

Þessi 27 ára gamli leikmaður er uppalinn hjá United en virðist ekki eiga framtíð á Old Trafford eftir komu nýrra leikmanna.

Félagaskiptaglugginn á Englandi er lokaður en er hins vegar opinn í Portúgal til 25. október.

Samkvæmt ESPN þá gæti Lingard endað á að semja við Porto sem vill fá hann á láni út tímabilið.

Porto samdi við þrjá leikmenn í dag eða þá Felipe Anderson, Malang Sarr og Marko Grujic.

Athugasemdir
banner