Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. nóvember 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta um Rúnar Alex: Þurftum að hvíla Leno síðast
Mynd: Getty Images
Það kom einhverjum á óvart þegar Bernd Leno var á milli stanga Arsenal í Evrópudeildarleik liðsins gegn Molde í gærkvöldi.

Búist var við að Rúnar Alex Rúnarsson fengi að spreyta sig aftur eftir að hafa haldið hreinu gegn Dundalk í fyrstu umferð.

Mikel Arteta var spurður út í markmannsmálin og sagði Rúnar Alex hafa spilað í síðustu umferð því hann hafi talið best fyrir liðið að hvíla Leno vegna of mikils leikjaálags, bæði með Arsenal og þýska landsliðinu.

„Bernd er markvörður númer 1. Hann spilaði ekki síðast því hann var búinn að spila of marga leiki með okkur og landsliðinu. Þess vegna ákváðum við að þetta væri gott tækifæri til að leyfa (Rúnari) Alex að spreyta sig," sagði Arteta.

„Ef ég tel það vera gott fyrir liðið þá mun ég breyta aftur um markvörð í framtíðinni."

Þetta þýðir að Rúnar Alex getur ekki búist við alltof mörgum tækifærum á tímabilinu.

Rúnar var fenginn til Arsenal í sumar til að fylla í skarð Emiliano Martinez sem var seldur til Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner