Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 06. desember 2018 21:27
Brynjar Ingi Erluson
Atli Eðvalds: Get ekki tekið við þessum liðum því ég veit ekki hver staða mín verður
Atli Eðvaldsson
Atli Eðvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli lék sem framherji í Þýskalandi
Atli lék sem framherji í Þýskalandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baltasar Kormákur ræðir málin við Atla
Baltasar Kormákur ræðir málin við Atla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Eðvaldsson og Egill Atlason, sonur hans.
Atli Eðvaldsson og Egill Atlason, sonur hans.
Mynd: Jón Örvar Arason
Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og einn af bestu knattspyrnumönnum Íslands frá upphafi, fór um víðan völl og ræddi opinskátt um tíma hans í landsliðinu, atvinnumennskuna í Þýskalandi og veikindin sem hann hefur glímt við. Hann ræddi við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson í Íþróttafólkinu okkar á RÚV.

Atli spilaði 70 A-landsleiki og skoraði 8 mörk en hann var auk þess fyrirliði landsliðsins.

Hann er goðsögn hjá Val en hann er uppalinn í Ármanni áður en hann fór í Val og lék þar í sex ár áður en hann samdi við Borussia Dortmund. Hann var gerður að framherja þar. Atli spilaði 30 leiki með liðinu og skoraði 11 mörk áður en hann samdi við Fortuna Dusseldorf.

Hægt er að finna viðtalið á vef RÚV með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Atla

„Ég var kominn inná miðjuna hjá Val og var í dýptinni. Skoraði mikið og þá spurði þjálfarinn hvort ég gæti spilað senter og það endaði með því að ég kom sem senter og hafði aldrei spilað þá stöðu með félagsliði," sagði Atli í þættinum.

„Það kemur í ljós að ég er fyrsti útlendingurinn sem hefur gert fimm mörk í einum leik. Eftir leik er ég að fara í flug til Íslands, einhverjir fimm eða sex tímar og millilentum í Skotlandi til að taka bensín. Svo var morgunmatur og tveir tímar í næsta leik.


„Ég fékk í fyrsta og eina skiptið að spila í senternum og ég skora eina markið í 1-0 sigri. Þetta er ekkert hægt í dag, maður sér ekki grein fyrir því fyrr en mörgum árum seinna hvað þetta vekur mikla athygli. Þó ég hafi ekki spilað nema þrjú og hálft ár sem senter í Þýskalandi þá er ég bara senter fyrir þeim," sagði Atli um veru sína í senternum og í Þýskalandi.

Allt brjálað er hann fór í KR

Eftir öflugan atvinnumannaferil kom hann heim til Íslands og lék með KR og HK áður en hann lagði skóna á hilluna árið 1993. Það vakti mikla athygli að hann hafi samið við KR.

„Það varð allt brjálað. Ég var Icon hjá fyrir Val og það gat enginn hugsað sér að ég væri annað en Valsari. Fyrsti leikurinn er á móti Val og mamma deyr deginum áður. Það var rosalega erfitt að spila leikinn."

Óvænt ekki í landsliðinu

Atli var afar stoltur af því að spila fyrir landsliðið en hann var óvænt ekki í hóp hjá landsliðinu er Ásgeir Elíasson tók við.

„Landsleikur fyrir mér var alltaf sérstakt. Sumir völdu sér leiki í þessu og við vorum stundum með hálfgert B-lið en ég fór alltaf og þetta var alltaf sérstakt fyrir mig."

„Það var daginn fyrir leik þetta ár þá kemur fyrirsögn í blaði, opna að landsliðsfyrirliðanum hafi verið sparkað. Maður hugsaði bara hvers vegna og ég hef aldrei fengið skýringu á því. Ég las þetta bara í blöðunum og fyrir einstaklinga eða leikmenn sem eru búnir að þjóna sambandinu, þú mátt aldrei láta þetta gerast," sagði hann um tíma sinn hjá landsliðinu.

Atli gat spilað fyrir Eistland þar sem faðir hans var frá Eistlandi en faðir hans starfaði fyrir eistnesku herlögö og var ákærður fyrir stríðsglæpi eftir seinni heimsstyrjöldina.

„Útaf hverju Eistland? Pabbi minn er Eistlendingur. Það var fylgst með mér mikið þegar ég var að spila í Þýskalandi, Það er knattspyrnufélag í borginni Rapla sem var skýrt Rapa Atli. Þeir vildu tileinka pabba það fyrir að vera patriot."

„Þetta er svo mikið bull að kasta svona löguðu fram. Mjög mikið af þessu stóðst ekki. Réttarhöldin yfir honum í Svíþjóð þar sýnir það á svart á hvítu að það kemur honum allt í hag. Það var aldrei í okkar huga annað en að trúa því sem hann sagði," sagði hann ennfremur.

Kannski stór mistök að taka við landsliðinu

Atli tók við íslenska landsliðinu árið 1999 og tapaði fyrsta leiknum gegn Dönum en hann lét af störfum árið 2003.

„Ég gerði kannski stór mistök að fara yfir í landsliðið. Ég tapa fyrsta leiknum á móti Dönum og þá var allt brjálað en samt enduðum við með tólf stig og ég var með Gumma Hreiðars sem aðstoðarþjálfara. Við vorum bara tveir og nú er fylgilið sem fylgir þeim allan daginn. Það var talað um að það væru leiðinlegar æfingar í blöðunum," sagði Atli.

„Sama hvert maður kom maður var sakaður um hitt og þetta og maður var kannski að borða og fólk byrjaði að kommentara Þetta var snjóbolti sem fer af stað og maður getur ekki stoppað þetta," sagði hann ennfremur.

Veikindin og áhugi frá Færeyjum og Svíþjóð

Atli hefur glímt við veikindi en hann greinir frá því að honum var tjáð fyrir tveimur árum að hann ætti fimm vikur eftir. Það er þó ljóst að Atli er baráttuhundur innan sem utan vallar.

„Maður er alltaf að berjast. Það kemur í ljós hvernig baráttan fer. Það er ekki kominn tími til fyrir mig að tala um þetta en ég er búinn að vera í tvö ár í þessu. Mér voru gefnar einhverjar vikur fyrir tveimur árum síðan."

„Ég hef fengið tvo klúbba frá Færeyjum og tveir í Svíþjóð sem voru að tala við mig og ég get ekki tekið við þeim því ég veit ekki hvert ástandið mitt verður,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner