Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 06. desember 2020 10:14
Elvar Geir Magnússon
Sýndu að fyrsta mark Man Utd átti ekki að standa
Mynd: Getty Images
Fyrsta mark Manchester United í endurkomusigrinum gegn West Ham í gær hefði ekki átt að standa. BBC sýndi þetta með myndbandstækni í gærkvöldi en í aðdraganda marksins var boltinn farinn út af eftir langa spyrnu Dean Henderson markvarðar.

Aðstoðardómarinn dæmdi ekkert og ekki var hægt að fá úr þessu skorið með VAR myndbandsdómgæslunni. En með tæknibúnaði BBC sést vel að boltinn var kominn vel út af.

Paul Pogba jafnaði í 1-1 með þrumufleyg eftir þetta atvik og Manchester United bætti svo við tveimur mörkum, vann 3-1 útisigur.

„Boltinn fór yfir mig á hliðarlínunni og það var enginn í betri stöðu en ég til að sjá það. Línuvörðurinn segist ekki hafa séð þetta, þetta var léleg ákvörðun. Boltinn var farinn út fyrir og það sést best á viðbrögðum leikmanna sem vissu að það væri raunin," sagði David Moyes, stjóri West Ham eftir leik.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
11 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
12 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Brentford 35 9 9 17 52 59 -7 36
16 Everton 35 11 9 15 36 48 -12 34
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner