Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 07. janúar 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Can fær ekki að fara frá Juventus
Fabio Paratici, stjórnarmaður Juventus, segir að miðjumaðurinn Emre Can sé ekki til sölu í þessum mánuði.

Can hefur verið orðaður við Manchester United en hann var ekki valinn í Meistaradeildarhóp Juventus fyrir áramót.

Þrátt fyrir mikla samkeppni á miðjusvæðinu hjá Juventus þá ætlar félagið ekki að leyfa Can að fara annað.

„Hann verður áfram hjá okkur," sagði Paratici.

„Hann hefur nokkra möguleika og við líka en ég held að hann geti orðið mikilvægur hlekkur í okkar verkefni."
Athugasemdir
banner
banner