Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 07. febrúar 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Spilað um sjöunda sætið
Vestri mætir Víkingi Ólafsvík.
Vestri mætir Víkingi Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru leikir í Fótbolta.net mótinu og í Kjarnafæðismótinu á þessum sunnudegi.

Í Fótbolta.net mótinu mætast Vestri og Víkingur Ólafsvík í leik um sjöunda sætið. Þróttur Vogum tryggði sér sigur í B-deildinni með sigri gegn Selfossi í úrslitaleik. Bæði Vestri og Víkingur Ólafsvík leika í Lengjudeildinni, næst efstu deild.

Einnig eru tveir leikir í C-deild Fótbolta.net mótsins. Elliði og Reynir Sandgerði eigast við í riðli 1 og í riðli 2 mætast Árborg og KFR. Reynir hefur unnið báða leiki sína til þessa en Elliði hefur unnið einn og gert eitt jafntefli. KFR hefur tapað báðum leikjum sínum stórt en Árborg hefur unnið einn og gert eitt jafntefli.

Í Kjarnafæðismóti kvenna eru tveir leikir. Hamrarnir mæta Þór/KA 2 og þar á eftir mætast Völsungur og Tindastóll. Í Kjarnafæðismóti karla mætast Dalvík/Reynir og Þór 2 í A-deild.

sunnudagur 7. febrúar

Kjarnafæðismótið - Kvenna
15:00 Hamrarnir-Þór/KA 2 (Boginn)
17:00 Völsungur-Tindastóll (Boginn)

Kjarnafæðismótið - A-deild, riðill 1
13:00 Dalvík/Reynir-Þór 2 (Boginn)

Fótbolta.net mótið - B-deild leikið um sæti
12:00 Vestri-Víkingur Ó. (Fylkisvöllur)

Fótbolta.net mótið - C-deild riðill 1
17:00 Elliði-Reynir S. (Würth völlurinn)

Fótbolta.net mótið - C-deild riðill 2
20:00 Árborg-KFR (JÁVERK-völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner