Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 07. febrúar 2021 10:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool skoðar Raphinha - Grealish fær launahækkun
Powerade
Grealish og Barkley
Grealish og Barkley
Mynd: Getty Images
Raphinha
Raphinha
Mynd: Getty Images
Ahmed Musa
Ahmed Musa
Mynd: Getty Images
Þá er komið að sunnudagsslúðrinu, ný vika! Það er BBC sem tekur saman og pakkinn er í boði Powerade.



Kylian Mbappe gæti framlengt samning sinn við PSG en samt haldið til Real Madrid eftir tvö ár. Frakkinn er sagður bíða eftir því að fjárhagsstaða Real batni. (AS)

Real mun ekkert gera fyrr en PSG hefur ákveðið að það vilji selja Mbappe. Það gæti verið í sumar ef hann skrifar ekki undir nýjan samning. (Marca)

Aston Villa er tilbúið að framlengja við Jack Grealish (25) og hækka hann í launum. Villa vill einnig kaupa Ross Barkley (27) frá Chelsea en hann er núna að láni hjá Villa. (90 min)

Liverpool fylgist með Raphinha (24) vængmanni Leeds. Raphinha hefur átt gott tímabil með nýliðunum. (Football Insider)

WBA er að reyna finna fjármagn til að fá in Ahmed Musa (28) á frjálsri sölu. Brighton, Burnley, Southampton og CSKA Moskva gætu einnig reynt við leikmanninn. (Mail)

West Ham fylgist með Adam Armstrong (23) framherja Blackburn og skoða að fá hann í sumar. (Sun)

Inter Miami gæti verið næsti áfangastaður Ryan Shawcross (33) en hann er í viðræðum við Stoke um að rifta samningi sínum við félagið. (90 min)

Celtic setti inn klásúlu í tilboð sitt í Ben Davies (25) sem gerði það að verkum að Liverpool gat stokkið inn í og krækt í varnarmanninn. (Mirror)

Barcelona mun ekki samþykkja lægra tilboð en 15 milljónir evra í varamarkvörðinn Neto (31) í sumar. (Marca)

William Saliba (19) átti ekki sjö dagana sæla hjá Arsenal en var valinn leikmaður janúar hjá Nice þar sem hann er að láni. (Metro)

Michael Ballack, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Timo Werner (24) verði að vinna í leikstíl sínum. Þetta sagði Ballack þegar hann ræddi markaþurrð þýska framherjans. (Metro)
Athugasemdir
banner