Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool neitaði að endurgreiða stuðningsmönnum Atletico
Mynd: Liverpool
Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Atletico Madrid sé búið að endurgreiða 290 stuðningsmönnum sínum sem hættu við að ferðast með liðinu til Liverpool fyrir viðureign liðanna í Meistaradeildinni 11. mars.

Stuðningsmennirnir hættu við að ferðast vegna kórónuveirufaraldursins en knattspyrnuheimurinn var stöðvaður nokkrum dögum eftir leikinn.

Spænski miðillinn AS heldur því fram að Atletico hafi endurgreitt stuðningsmönnum sínum eftir að Liverpool neitaði að gera það. Heildarkostnaður við endurgreiðsluna nemur um 17 þúsund evrum eða 2,6 milljónum króna.

Liverpool hefur legið undir gagnrýni síðustu daga fyrir slæm viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum. Almenningur tók ekki vel í það þegar félagið tilkynnti að það ætlaði að nýta sér sérstakt ríkisúrræði til að halda áfram að borga starfsfólki sínu laun.

Reiði almennings var það mikil að Liverpool dró ákvörðun sína til baka og baðst afsökunar.
Athugasemdir
banner
banner
banner