Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   lau 07. maí 2022 16:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Coady með flautumark - Watford fallið (Staðfest)

FJórum leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.


Chelsea fékk Wolves í heimsókn en Chelsea hafði aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum fyrir leikinn í dag. Wolves hafði tapað þremur leikjum í röð.

Romelu Lukaku var í byrjunarliði Chelsea í dag en honum hefur gengið erfiðlega að skora á þessari leiktíð en hann var með fimm mörk í deildinni fyrir leik dagsins.

Það dró fyrst til tíðinda í leiknum þegar Ruben Loftus-Cheek setti boltann í netið rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu.

Eftir um 10 mínútna leik í síðari hálfleik fengu Chelsea menn vítaspyrnu þegar Romain Saiss braut á Lukaku. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði sitt fyrsta mark síðan um miðjan mars mánuð.

Hann var aftur á ferðinni aðeins tveimur mínútum síðar þegar hann tvöfaldaði forystu Chelsea eftir undirbúning Christian Pulisic. Trincao minnkaði muninn 10 mínútum fyrir leikslok. Úlfarnir freistuðu þess að jafna.

Sex mínútum var bætt við og þegar það var komið framyfir þær skoraði fyrirliðinn Conor Coady.

Brentford og Aston Villa unnu góða sigra en Villa hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir fimm leiki án sigurs. Crystal Palace vann Watford 1-0 en Wilfried Zaha skoraði markið úr vítaspyrnu og liðið er því komið á efrihluta töflunnar og Watford féll formlega eftir tapið.

Brentford 3 - 0 Southampton
1-0 Pontus Jansson ('13 )
2-0 Yoane Wissa ('14 )
3-0 Kristoffer Ajer ('79 )

Burnley 1 - 3 Aston Villa
0-1 Danny Ings ('7 )
0-2 Emiliano Buendia ('31 )
0-3 Ollie Watkins ('52 )
1-3 Maxwel Cornet ('90 )

Chelsea 2 - 2 Wolves
1-0 Romelu Lukaku ('56 , víti)
2-0 Romelu Lukaku ('58 )
2-1 Francisco Trincao ('79 )
2-2 Conor Coady (90 )

Crystal Palace 1 - 0 Watford
1-0 Wilfred Zaha ('29 , víti)
Rautt spjald: Hassane Kamara, Watford ('68)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner
banner