Lengjudeildin fór af stað á föstudag með dramatík og stuði. Eftir hverja umferð í deildinni velur Fótbolti.net úrvalslið umferðarinnar og velur besta leikmanninn.
Leikmaður umferðarinnar:
Guðjón Pétur Lýðsson
Grindavík vann 2-0 útisigur gegn ÍA í stórleik umferðarinnar. Guðjón var valinn maður leiksins og er leikmaður umferðarinnar. Hann var ógnandi með spyrnugetu sinni og skoraði fallegt mark beint úr aukaspyrnu.
Leikmaður umferðarinnar:
Guðjón Pétur Lýðsson
Grindavík vann 2-0 útisigur gegn ÍA í stórleik umferðarinnar. Guðjón var valinn maður leiksins og er leikmaður umferðarinnar. Hann var ógnandi með spyrnugetu sinni og skoraði fallegt mark beint úr aukaspyrnu.
Grindvíkingar eiga tvo aðra leikmenn í liði umferðarinnar. Það eru Sigurjón Rúnarsson og Dagur Ingi Hammer en sá síðarnefndi skoraði fyrra mark leiksins. Þá er Helgi Sigurðsson þjálfari umferðarinnar.
Fjölnismenn voru heppnir að landa 1-0 sigri gegn nýliðum Ægis. Markvörðurinn Sigurjón Daði Harðarson og varnarmaðurinn Júlíus Mar Júlíusson eru í liði umferðarinnar.
Omar Sowe var meðal markaskorara Leiknis í 3-1 sigri gegn Þrótti og á Seltjarnarnesinu gerðu Grótta og Njarðvík 1-1 jafntefli. Markaskorararnir eru í úrvalsliðinu; hinn 15 ára gamli Tómas Johannessen í Gróttu og varnarmaðurinn Marc McAusland í Njarðvík en hann er 19 árum eldri.
Hinn nítján ára gamli Bjarni Guðjón Brynjólfsson skoraði sigurmark Þórs gegn Vestra en Valdimar Daði Sævarsson lagði upp markið á frábæran hátt.
Þá vann Afturelding 3-1 útisigur gegn Selfossi þar sem Arnór Gauti Ragnarsson skoraði og var valinn maður leiksins.
Athugasemdir