Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 07. júní 2024 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Jafntefli í báðum leikjum kvöldsins
Lengjudeildin
Oliver Heiðars skoraði fyrir Eyjamenn
Oliver Heiðars skoraði fyrir Eyjamenn
Mynd: Fótbolti.net
Grímur Ingi náði í stig fyrir Gróttu
Grímur Ingi náði í stig fyrir Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Báðum leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla lauk með jafntefli.

ÍR og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli á ÍR-vellinum í Breiðholti.

Oliver Heiðarsson var ekki lengi að koma Eyjamönnum yfir. Sverrir Páll Hjaltested sendi Oliver í gegn sem skoraði. Skelfileg byrjun heimamanna sem voru lenti undir eftir tæpa mínútu.

Þeir svöruðu hins vegar fyrir sig. Bragi Karl Bjarkason jafnaði metin á 8. mínútu eftir góða sókn ÍR-inga. Hann keyrði í átt að teignum og lét vaða með hörkuskoti í slá og inn.

Sæþór Ívan Viðarsson náði að snúa við taflinu fyrir ÍR-inga á 40. mínútu. Ágúst Unnar Kristinsson fékk boltann hægra megin kom honum á Sæþór sem skoraði.

Eyjamenn komu af krafti inn í síðari hálfleikinn. Sverrir Páll jafnaði á 52. mínútu eftir sendingu Vicente Valor á fjærstöngina. Lá nokkurn veginn í loftinu.

Gestirnir voru líklegir til að stela öllum stigunum af ÍR-ingum, en heimamenn héldu út og lokatölur 2-2. ÍR er í 8. sæti með 6 stig en ÍBV með 7 stig í 5. sæti.

Grótta og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi.

Gestirnir í Þrótti skoruðu sitt mark eftir 25 mínútu.. Viktor Andri Hafþórsson fékk boltann hægra megin, tók nokkrar léttar gabbhreyfingar áður en hann setti boltann á hægri fótinn og lagði hann í vinstra hornið.

Grímur Ingi Jakobsson jafnaði fyrir Gróttu undir lok hálfleiksins og snemma í þeim síðari var Patrik Orri Pétursson nálægt því að koma heimamönnum yfir en langskot hans hafnaði í þverslá.

Liðunum tókst ekki að bæta við mörkum og lokatölur því 1-1. Grótta er í 3. sæti með 10 stig og Þróttur í 9. sæti með 5 stig.

Úrslit og markaskorarar:

ÍR 2 - 2 ÍBV
0-1 Oliver Heiðarsson ('1 )
1-1 Bragi Karl Bjarkason ('9 )
2-1 Sæþór Ívan Viðarsson ('41 )
2-2 Sverrir Páll Hjaltested ('52 )
Lestu um leikinn

Grótta 1 - 1 Þróttur R.
0-1 Viktor Andri Hafþórsson ('25 )
1-1 Grímur Ingi Jakobsson ('45 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner