Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 07. október 2022 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki átt neinar viðræður við KR og stefnir á Bestu deildina
Ingunn í leik með KR.
Ingunn í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingunn Haraldsdóttir gat ekkert spilað fótbolta í sumar vegna meiðsla.

Ingunn, sem var fyrirliði KR í fyrra, fór til Grikklands í fyrra og lék þar með PAOK. Hún ætlaði sér að spila heima í sumar en gat það ekki vegna meiðsla.

Hún var sérfræðingur í síðasta þætti af Heimavellinum þar sem hún var spurð út í sína stöðu. Þátturinn kom út síðasta mánudag.

„Ég hef náð að mæta á nokkrar æfingar með KR stelpunum í september. Ég er að verða klár," sagði Ingunn. „Ég stefni á að byrja að æfa á fullu í nóvember en hvar það verður, það veit ég ekki. Ég er samningslaus eins og er."

Hún var spurð hvort KR hefði eitthvað rætt við hana um næsta tímabil.

„Nei, ég hef ekki átt neinar viðræður við þau," sagði Ingunn en er hún opin fyrir að spila í Vesturbænum á næstu leiktíð?

„Það er góð og stór spurning sem mér finnst ég ekki þurfa að svara á meðan þau eru ekki einu sinni að ræða við mig. Ég er alltaf opin fyrir samtali, en við sjáum hvað gerist. En mig langar að spila í efstu deild, ég stefni á það. Mig langar að prófa þessa Bestu deild."

Ingunn, sem er 27 ára öflugur varnarmaður, er uppalin í Val en hefur einnig leikið með HK/Víkingi og KR á sínum ferli. Hún hefur verið hjá KR frá 2017 og leikið stórt hlutverk fyrir liðið, en líkt og fyrr segir var hún ekki með í sumar er Vesturbæjarfélagið féll úr Bestu deildinni. Það myndaðist mikil umræða um slaka umgjörð hjá kvennaliði KR í sumar en hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Besta eftirpartýið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner