Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fös 07. október 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lúkas Logi stoltur: Mun alltaf skoða þá möguleika sem eru í boði
Lengjudeildin
Átta sinnum fleiri mörk í ár en í fyrra
Átta sinnum fleiri mörk í ár en í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vil alltaf bæta mig og spila á eins háu getustigi og hægt er hverju sinni
Vil alltaf bæta mig og spila á eins háu getustigi og hægt er hverju sinni
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Lúkas Logi Heimisson átti gott tímabil með Fjölni í Lengjudeildinni. Hann er nítján ára sóknarmaður sem uppalinn er hjá Fjölni en var hjá Empoli síðasta vetur. Lúkas skoraði átta mörk í sautján leikjum í sumar og var í liði ársins.

Sjá einnig:
Geggjað að fá að spila með rugl góðum Pinamonti og Cutrone

Lúkas þreytti frumraun sína með meistaraflokki sumarið 2020 þegar Fjölnir var í efstu deild. Hann skoraði eitt mark í fjórtán leikjum í fyrra og því áttfaldaði hann markafjölda sinn í sumar.

Hvernig var að koma inn í lið Fjölnis eftir einn vetur á Ítalíu?

„Það var gaman að koma inn í hóp sem ég þekki vel og aðrir í kring sem þekkja vel hverju ég leita eftir. Mér fannst andrúmsloftið vera svipað og góð stemning í hópnum. Það var meira haldið í bolta en áður en ég fór út, einblínt á tempó með bolta og stefnt að því að stýra leikjum," sagði Lúkas.

Eitthvað sérstakt í leik þínum sem þú tókst með þér frá Ítalíu? Varstu alltaf í sömu stöðu?

„Ekkert eitt ákveðið sem ég tók með mér frá Ítalíu nema bara það að ég var kominn á hærra getustig en áður. Í sumar spilaði ekki alltaf sömu stöðu, ég var flakkandi un stöður í allt sumar, ég spilaði vinstri og hægri kant, holu og miðju."

Hvað vantaði hjá Fjölni til að setja meiri pressu á Fylki og HK?

„Mér fannst vanta meiri stöðugleika og að klára út allan leikinn allar 90 mínúturnar."

Hvernig var að vera valinn í lið ársins fyrir frammistöðuna í sumar?

„Fannst það vera heiður og stoltur að það sé tekið eftir því sem ég hef verið að gera vel í sumar."

Besta deildinm, er hún eitthvað sem þú hugsar um á þessum tímapunkti eða viltu taka annað tímabil í Lengjudeildinni?

„Ég vil alltaf bæta mig og spila á eins háu getustigi og hægt er hverju sinni. Þannig ef að tækifærið gefst þá mun ég alltaf skoða þá möguleika sem eru í boði," sagði Lúkas Logi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner