Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 07. nóvember 2020 14:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Crystal Palace og Leeds: Breytingar eftir tapleiki
Eze byrjar fyrir Palace.
Eze byrjar fyrir Palace.
Mynd: Getty Images
Klukkan 15:00 verður flautað til leiks í London þar sem Crystal Palace tekur á móti Leeds.

Það er Roy Hodgson gegn Marcelo Bielsa. Bæði lið eru með tíu stig í tólfta og þrettánda sæti deildarinnar.

Leeds tapaði síðasta leik sínum 4-1 gegn Aston Villa. Pascal Strujik og Ezgjan Alioski koma inn í liðið fyrir Pablo Hernandez og Jamie Shackleton frá því tapi.

Crystal Palace tapaði síðasta leik sínum gegn Wolves, 2-0. Luka Milivojevic fékk rautt spjald þar og kemur James McArthur inn í liðið fyrir hann. Jordan Ayew og Eberechi Eze koma einnig inn í liðið frá síðasta leik.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðin.

Byrjunarlið Crystal Palace: Guaita, Van Aanholt, Dann, Kouyate, Clyne, Riedewald, McArthur, Townsend, Eze, Zaha, Ayew.
(Varamenn: Butland, Sakho, Schlupp, Benteke, McCarthy, Batshuayi, Cahill)

Byrjunarlið Leeds: Meslier, Ayling, Koch, Struijk, Cooper, Alioski, Dallas, Harrison, Klich, Costa, Bamford.
(Varamenn: Casilla, Poveda, Roberts, Raphinha, Davis, Jenkins, Casey)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner