Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Walker: United á hrós skilið
Walker eltir Marcus Rashford.
Walker eltir Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Kyle Walker, bakvörður Manchester City, var svekktur eftir tap á heimavelli gegn nágrönnunum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

„Við sem varnarmenn verðum að taka á okkur ábyrgð. Við verðum að halda hreinu og sóknarmennirnir verða kannski að nýta færin betur," sagði Walker við Sky Sports.

„Þeir voru með leikplan og það virkaði. Þeir eru með fljóta leikmenn og þeir munu gera þér erfitt fyrir í skyndisóknum. United á hrós skilið."

Ríkjandi Englandsmeistarar Man City hafa núna spilað 16 leiki og eru 14 stigum frá toppliði Liverpool.

„Það er ekki hægt að kenna stjóranum um. Hann hefur unnið marga titla. Ég veit ekki alveg hvað er að. Þetta verður erfitt þar sem Liverpool er á rosalegu skriði."

„Bilið er stórt, en við munum berjast til enda," sagði Kyle Walker.
Athugasemdir
banner
banner
banner