Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   lau 07. desember 2024 17:41
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Musiala skoraði tvö og Bayern komið með sex stiga forystu
Jamal Musiala kom inn af bekknum og skoraði tvö
Jamal Musiala kom inn af bekknum og skoraði tvö
Mynd: EPA
Florian Wirtz skoraði fyrir Leverkusen
Florian Wirtz skoraði fyrir Leverkusen
Mynd: EPA
Bayern München er komið með sex stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar eftir að liðið vann 4-2 sigur á Heidenheim á Allianz-Arena í dag.

Leikurinn var einstefna meira og minna allan leikinn. Dayot Upamecano skoraði með skalla eftir hornspyrnu Joshua Kimmich á 18. mínútu leiksins en annars náði Heidenheim að gera ágætlega í að halda Bayern í skefjum í fyrri.

Heidenheim gerði lítið í að ógna marki en skoruðu óvænt jöfnunarmark snemma í síðari er Mathias Honsak nýtti sér misskilning milli Alphonso Davies og Upamecano.

Bayern var fljótt að hrista þetta af sér. Jamal Musiala skoraði laglegt mark til að koma liðinu yfir, en hann kom inn af bekknum snemma í síðari hálfleik.

Leon Goretzka tvöfaldaði forystuna á 84. mínútu en Heidenheim komst til baka með marki Niklas Dorsch. Það var síðan Musiala sem gulltryggði sigur Bayern með marki í uppbótartíma og kom liðinu í sex stiga forystu í deildinni.

Bayer Leverkusen vann nýliða St. Pauli, 2-1. Florian Wirtz og Jonathan Tah skoruðu mörk heimamanna en Morgan Guilavogui gerði mark gestanna undir lok leiks.

Eintracht Frankfurt fór illa að ráði sínu gegn Augsburg en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Can Uzun bjargaði stigi fyrir Frankfurt þegar lítið var eftir.

Stöðutöfluna í deildinni má sjá hér fyrir neðan ásamt úrslitum úr hinum leikjunum.

Úrslit og markaskorarar:

Bayer 2 - 1 St. Pauli
1-0 Florian Wirtz ('6 )
2-0 Jonathan Tah ('21 )
2-1 Morgan Guilavogui ('84 )

Bayern 4 - 2 Heidenheim
1-0 Dayot Upamecano ('18 )
1-1 Mathias Honsak ('50 )
2-1 Jamal Musiala ('56 )
3-1 Leon Goretzka ('84 )
3-2 Niklas Dorsch ('85 )
4-2 Jamal Musiala ('90 )

Eintracht Frankfurt 2 - 2 Augsburg
1-0 Hugo Ekitike ('55 )
1-1 Phillip Tietz ('60 )
1-2 Samuel Essende ('71 )
2-2 Can Uzun ('74 )

Bochum 0 - 1 Werder
0-1 Jens Stage ('56 )

Holstein Kiel 0 - 2 RB Leipzig
0-1 Benjamin Sesko ('27 )
0-2 Andre Silva ('69 , víti)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 18 14 3 1 56 15 +41 45
2 Leverkusen 18 12 5 1 44 24 +20 41
3 Eintracht Frankfurt 18 11 3 4 42 24 +18 36
4 Stuttgart 18 9 5 4 36 26 +10 32
5 RB Leipzig 18 9 4 5 32 27 +5 31
6 Mainz 18 8 4 6 31 23 +8 28
7 Wolfsburg 18 8 3 7 40 32 +8 27
8 Freiburg 18 8 3 7 25 34 -9 27
9 Werder 18 7 5 6 31 34 -3 26
10 Dortmund 18 7 4 7 32 31 +1 25
11 Gladbach 18 7 3 8 27 29 -2 24
12 Augsburg 18 6 4 8 21 33 -12 22
13 Union Berlin 18 5 5 8 16 24 -8 20
14 St. Pauli 18 5 2 11 14 21 -7 17
15 Hoffenheim 18 4 5 9 23 35 -12 17
16 Heidenheim 18 4 2 12 23 38 -15 14
17 Holstein Kiel 18 3 2 13 26 46 -20 11
18 Bochum 18 2 4 12 17 40 -23 10
Athugasemdir
banner
banner
banner