Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. janúar 2020 14:20
Magnús Már Einarsson
Rostov: Fréttir um áfengisvandamál hjá Ragnari eru rangar
Ragnar bað sjálfur um að fara
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rostov hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í rússneskum fjölmiðlum í dag um íslenska landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson.

Ragnar komst að samkomulagi um starfslok hjá Rostov í síðasta mánuði og skoðar nú næstu skref sín á ferlinum en hann hefur verið orðaður við FC Kaupmannahöfn sem og Gaziantep og Trabzonspor í Tyrklandi.

Rússneskir fjölmiðlar sögðu í dag að Ragnar hafi verið leystur undan samningi hjá Rostov vegna alvarlegra áfengisvandamál. Rostov hefur blásið á þessar sögur með yfirlýsingu.

Yfirlýsing Rostov
Þann 8. janúar birtust ærumeiðandi upplýsingar í fjölmiðlum um Ragnar Sigurðsson, fyrrum fyrirliða Rostov.

Fréttir um „alvarleg áfengisvandamál" leikmannsins eru ekki réttar. Á tæplega tveimur árum hjá félaginu var Ragnar góður atvinnumaður og manneskja sem var alltaf hægt að treysta á í erfiðum aðstæðum. Þess vegna bar hann fyrirliðabandið á þessu tímabili.

Eftir góða spilamennsku var íslenski leikmaðurinn einnig valinn í úrvalsliðið í undankeppni EM 2020.

Samningi fyrirliðans var sagt upp að beiðni hans. Við komum til móts við Sigurðsson því að við eru þakklátir fyrir tryggð hans í öllum leikjum liðsins og góða mannlega eiginleika. Við viljum því biðja fjölmiðla um að birta ekki óstaðfestar upplýsingar.
View this post on Instagram

Заявление футбольного клуба «Ростов» о ситуации с Рагнаром Сигурдссоном⠀ ⠀ 8 января в СМИ появилась порочащая информация об экс-капитане футбольного клуба «Ростов» Рагнаре Сигурдссоне.⠀ ⠀ Сведения о якобы «серьезных проблемах с алкоголем» у игрока не соответствуют действительности. За почти два года выступлений в «Ростове» Рагнар показал себя как большой профессионал и человек, на которого всегда можно положиться в тяжелой ситуации. Именно поэтому в этом сезоне он носил капитанскую повязку.⠀ ⠀ Благодаря успешной игре, исландский футболист также вошел в состав символической сборной отбора Евро-2020.⠀ ⠀ Контракт с капитаном был расторгнут по его просьбе. Мы пошли навстречу Сигурдссону, поскольку высоко ценим его самоотдачу в каждом матче и человеческие качества. Хотим предостеречь СМИ от распространения непроверенной информации.⠀ ⠀ #ФКРостов #МыРостов #Сигурдссон

A post shared by Футбольный клуб «Ростов» (@fcrostov) on


Athugasemdir
banner
banner