Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 08. febrúar 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Kristrún Antonsdóttir (St. Pölten)
Mynd: Mallbackens
Karitas Tómasdóttir.
Karitas Tómasdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eniola Aluko
Eniola Aluko
Mynd: Getty Images
Eva Lind Elíasdóttir
Eva Lind Elíasdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magdalena Anna Reimus
Magdalena Anna Reimus
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Dagný Brynjarsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristrún Rut gekk á dögunum í raðir St. Pölten frá sænska félaginu Mallbackens IF. St. Pölten er fimmtíu þúsund manna bær í Austurríki og er liðið besta liðið í Austurríki. Kristrún á að baki 55 leiki með Selfoss í efstu deild.

Kristrún var í Hamri í yngri flokkum áður en hún skipti yfir í Selfoss þar sem hún lék á árunum 2010-2018. Kristrún hefur leikið erlendis undanfarin ár: Með Chieti og Roma á Ítalíu, Avaldsnes í Noregi, BSF í Danmörku og nú síðast með Mallbackens áður en St. Pölten kom upp á borðið. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Kristrún Rut Hassing Antonsdóttir

Gælunafn: Krilla, Krissa, Kruta, Strúna

Aldur: 26 ára

Hjúskaparstaða: Einhleyp

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Mig minnir að ég hafi spilað minn fyrsta leik með meistaraflokki Selfoss árið 2010.

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhalds matsölustaður: Eitthvað mega kósý kaffihús

Hvernig bíl áttu: ímyndaðan

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love island og Gilmore Girls

Uppáhalds tónlistarmaður: Bríet og Bubbi

Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta ekki mikið á hlaðvarp en þegar ég hlusta þá er það oftast Millivegurinn

Fyndnasti Íslendingurinn: Mikki frændi

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: kökudeig, jarðarber og hnetusmjör

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Húrra fyrir útlandinu!

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Vil meina að maður eigi aldrei að segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Eniola Aluko

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Alfreð Elías Jóhannsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Allt Fylkisliðið þegar mesti rígurinn var á milli Selfoss og Fylki.

Sætasti sigurinn: Íslandsmeistaratitillinn í 4. flokki 2010

Mestu vonbrigðin: Þegar Selfoss féll 2016

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr (öðru) íslensku liði í þitt lið: Karitas Tómasdóttir

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Cecilía Rán

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ég fylgist því miður ekki mikið með karla knattspyrnunni á Íslandi en ef það er einhver sætur þá megið þið segja honum að hafa samband

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Barbára Sól Gísladóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Diego Maradona

Hver er mesti höstlerinn í liðinu:

Uppáhalds staður á Íslandi: Núpar

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég átti að fá gult spjald fyrir peysutog en hvorki ég né dómarinn mundi hvaða leikmaður braut þegar atvikið átti sér stað þannig að liðsfélaginn minn hún Eva Lind tók gula spjaldið á sig.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ekki svo ég viti

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með íslensku landsliðunum og finnst líka lúmst gaman að detta inn á frjálsíþróttamót í sjónvarpinu

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Predator Mutator

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Sögu og Íslensku

Vandræðalegasta augnablik:

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: úff.. erfitt að taka bara 3, en ætli það yrði ekki bara Karitas Tómasdóttir, Eva Lind Elíasdóttir, og Magdalena Anna Reimus

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef búið í 8 löndum

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Dagný Brynjarsdóttir, ég hafði ekki hugmynd um að hún væri eins opin og gefandi eins og hún er.

Hverju laugstu síðast: Að maður þyrfti ekki að taka hýðið af kumquat ávexti áður en maður borðar hann.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: 1 v 1

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Mér dettur svo margar spurningar í hug sem væri næs að hafa einhver svör við, en ef ég ætti að velja eina hér og nú þá myndi ég spyrja einhvern almáttugan hvenær þessi blessaði Corona faraldur eigi eftir að taka enda.
Athugasemdir
banner
banner
banner