Brighton 2 - 1 Chelsea
0-1 Bart Verbruggen ('5 , sjálfsmark)
1-1 Georginio Rutter ('12 )
2-1 Kaoru Mitoma ('57 )
Brighton fór áfram í enska FA bikarnum í kvöld eftir 2-1 sigur á Chelsea.
0-1 Bart Verbruggen ('5 , sjálfsmark)
1-1 Georginio Rutter ('12 )
2-1 Kaoru Mitoma ('57 )
Brighton fór áfram í enska FA bikarnum í kvöld eftir 2-1 sigur á Chelsea.
Seinasti leikur Brighton endaði með 7-0 tapi gegn Nottingham Forrest. Hurzeler gerði einungis eina breytingu á liðinu og það skilaði sér í sigri.
Eftir aðeins 5. mínútnaleik varð Verbruggen, markmaður Brighton, fyrir því óláni að skora sjálfsmark en Mávarnir voru ekki lengi að svara fyrir það. Georginio Rutter jafnaði leikinn skömmu síðar og allt jafnt þegar haldið var til búningsklefa.
Mitoma kom heimamönnum yfir í seinni hálfleik sem reyndist vera sigurmark leiksins. Leikmenn Chelsea reyndu eins og þeir gátu að jafna og fengu fín færi undir lokin til þess en tókst ekki.
Brighton er því komið áfram en Chelsea dottið úr leik.
Athugasemdir