Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. júní 2022 08:30
Elvar Geir Magnússon
Kaup Kirchner á Derby að renna út í sandinn
Frá Pride Park, heimavelli Derby.
Frá Pride Park, heimavelli Derby.
Mynd: Getty Images
Bandaríska viðskiptamanninum Chris Kirchner er að mistakast að kaupa Derby County.

Derby á í miklum fjárhagserfiðleikum og fór í greiðslustöðvun. Kirchner virtist vera að ganga frá kaupum á félaginu en honum hefur mistekist að gera það, þrátt fyrir að hafa fengið lengri frest.

BBC segir jafnframt að fjármagn sem Kirhcner lofaði til að borga launakostnað Derby fyrir maímánuð hafi ekki skilað sér.

Sagt hefur verið að yfirtakan sé háð því að leikvangur Derby, Pride Park, sé einnig seldur en hann er enn í eigu Mel Morris, fyrrum eiganda félagsins. Fundir milli Kirchner, Morris og bæjaryfirvalda í Derby hafa ekki náð að finna lausn á þessu.

Wayne Rooney er stjóri Derby en mörg stig voru dregin af liðinu á liðnu tímabili og það féll úr Championship-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner