Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. júní 2023 12:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp þakklátur að teymið hafi fundið ákvæði í samningi Mac Allister
Engin pressa
Mynd: Liverpool
„Við erum að fá mjög hæfileikan og gáfaðan strák í okkar hóp og þetta eru frábærar fréttir,"sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, við heimasíðu félagsins eftir að kaupin á Alexis Mac Allister voru tilkynnt í dag.

„Fótboltaheimurinn þarf ekki að heyra mikið frá mér um gæði Alexis því þau eru nú þegar þekkt. Hann getur leyst margar stöður á miðjunni og er mjög fjölhæfur að mínu mati."

„Hann er rólegur og yfirvegaður og með alvöru leikskilning. Við höfum vitað af honum í langan tíma og ég hef séð hann vaxa úr ungum strák sem kom inn í úrvalsdeildina, varð að manni og leikmanni sem vann HM. Það er þokkalegt ferðalag."

„Ég ber mikla virðingu fyrir því sem Brighton er að gera og Alexis hefur verið hluti af því ferðalagi að Brighton er eitt öflugasta liðið í úrvalsdeildinni. Ég er mjög ánægður að hans næstu skref verða hjá okkur og að við getum unnið með leikmanni sem er þegar orðinn æðislegur og reyndur, en er einungis 24 ára og á efir að sýna mikið."

„Hann er jafn spenntur að fá að vinna með okkur og það gerir þetta þegar að góðu samstarfi, en það er engin pressa á honum. Hann er enn ungur, hann mun bæta sig og það er okkar starf að hjálpa honum með næstu skref."

„Ég er þakklátur öllum sem hjálpuðu að klára þessi félagaskipti,"
sagði Klopp.

Í fyrstu var talið að Mac Allister myndi kosta Liverpool 70 milljónir punda en félagsskiptateymið hjá Liverpool komst að því að Argentínumaðurinn væri með ákvæði í samningi sínum sem gerði honum kleift að fara á mun lægri upphæð. Kaupverðið er óuppgefið en er á bilinu 35-45 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner