Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   mán 08. júlí 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal fær fjórar milljónir fyrir Biereth (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Austurríska stórliðið Sturm Graz er búið að festa kaup á danska framherjanum Mika Biereth, sem er 21 árs gamall.

Biereth hefur verið hjá Arsenal síðustu þrjú ár eftir að hafa gert frábæra hluti með unglingaliði Fulham, en hann er fæddur og uppalinn á Englandi.

Biereth er ekki talinn nægilega hæfileikaríkur til að halda áfram hjá Arsenal og greiðir Sturm Graz 4 milljónir punda til að festa kaup á honum.

Biereth skoraði 5 mörk og gaf 3 stoðsendingar í 15 leikjum í austurrísku deildinni á láni hjá Sturm Graz í vor, auk þess að gera flotta hluti á láni hjá Motherwell í Skotlandi á fyrri hluta tímabils.

Þá skoraði Biereth 3 mörk í 4 leikjum með Sturm Graz í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar, auk þess að skora og leggja upp í austurríska bikarnum.


Athugasemdir
banner
banner