mán 08. ágúst 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hudson-Odoi gæti farið á láni til Dortmund
Callum Hudson-Odoi
Callum Hudson-Odoi
Mynd: EPA
Enski vængmaðurinn Callum Hudson-Odoi gæti spilað í Þýskalandi á komandi leiktíð en Borussia Dortmund er í viðræðum við Chelsea um að fá leikmanninn.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, virðist ekki hafa mikil not fyrir Hudson-Odoi, sem spilaði aðeins fimmtán deildarleiki á síðasta tímabili.

Þýskalandsmeistarar Bayern München lögðu fram 35 milljón punda tilboð í Hudson-Odoi í janúar fyrir þremur árum en Chelsea hafnaði því. Leikmaðurinn fór fram á sölu en það hafði lítil áhrif.

Hann skrifaði undir framlengingu á samningi sínum sumarið 2020 en er nú á förum.

Sky segir að Borussia Dortmund sé í viðræðum við Chelsea um að fá hann á láni út tímabilið. Ekki liggur fyrir hvort félagið eigi möguleika á að kaupa hann á lánstímanum.

Hudson-Odoi er 21 árs gamall og á þrjá landsleiki fyrir A-landslið Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner