Soufiane Rahimi skoraði tvö mörk þegar Marokkó burstaði Egyptaland 6-0 í bronsleiknum á Ólympíuleikunum.
Abde Ezzalzouli, Bilal El Khannouss Akram Nakach og Achraf Hakimi skoruðu einnig í leiknum en staðan var 2-0 í hálfleik.
Þetta eru fyrstu fótboltaverðlaun sem Marokkó vinnur á Ólympíuleikum.
Abde Ezzalzouli, Bilal El Khannouss Akram Nakach og Achraf Hakimi skoruðu einnig í leiknum en staðan var 2-0 í hálfleik.
Þetta eru fyrstu fótboltaverðlaun sem Marokkó vinnur á Ólympíuleikum.
Rahimi, sem leikur fyrir Al Ain í Sameinuðu arabísku Furstadæmunum, skoraði átta mörk á mótinu. Flest mörk allra. Hann er 28 ára og einn af þremur eldri leikmönnum marokkóska hópsins.
Úrslitaleikur Ólympíuleikanna fer fram á morgun föstudag, Frakkland og Spánn mætast á Prinsavöllum en leikurinn verður sýndur beint á RÚV 2.
Athugasemdir