Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   fim 08. ágúst 2024 06:00
Sölvi Haraldsson
Sjáðu rosalegt mark í æfingaleik Lazio og Southampton
Valentin Castellanos skoraði gullfallegt mark í gær.
Valentin Castellanos skoraði gullfallegt mark í gær.
Mynd: EPA

Southampton og Lazio mættust á St. Marys, heimavelli Southampton, í æfingarleik í gær. Liðin leika bæði í efstu deildunum í sínum löndum en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.


Southampton fóru upp um deild í fyrra eftir að hafa unnið umspilið um að komast upp í efstu deild en þeir unnu Leeds United í úrslitaleiknum. Lazio enduðu í 7. sæti í Seríu A í fyrra en árinu þar á undan í 2. sæti. Marco Baroni tók við liðinu í sumar.

Nýji leikmaður Southampton, Ben Brereton Diaz, braut ísínn á 5. mínútu og kom Dyrlingunum yfir. Sú forystu stóð ekki lengi yfir þegar Lazio jöfnuðu leikinn. 

Það var hann Valentin Castellanos sem gerði það með ekkert smá huggulegu marki sem hægt er að sjá hér að neðan. Hann heldur á lofti í nokkur skipti, snýr og tekur bakfallsspyrnu upp í hornið og inn fór boltinn. Ótrúlegt mark en sjón er sögu ríkari.

Þegar klukkutími var hins vegar búinn af leiknum sóð allt upp úr og tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið.


Athugasemdir
banner
banner
banner