Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 08. september 2021 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu markið: Massey-Ellis dæmdi mark Gnabry gott og gilt
Icelandair
Mynd: Haukur Gunnarsson
Þýskaland er komið yfir gegn Íslandi og það tók ekki langan tíma fyrir gestina á Laugardalsvelli.

Serge Gnabry skoraði á fimmtu mínútu eftir sendingu frá Leroy Sane. Flagg aðstoðardómarans fór á loft en eftir skoðun í VAR var markið dæmt gott og gilt.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  4 Þýskaland

„Serge Gnabry nær að koma boltanum í markið eftir sendingu Leroy Sane frá vinstri. Gnabry mættur fyrstur og klárar vel. Flaggið fór á loft og dæmd rangstaða en svo var gripið til VAR og þar kom í ljós að því miður var þetta algjörlega löglegt mark," segir í textalýsingu frá leiknum.

„Sian Massey-Ellis, eina konan sem starfar við dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni, er VAR-aðstoðardómari í kvöld. Það var því hún sem skoðaði markið áðan og gaf dómurunum þau skilaboð að ekki væri um rangstöðu að dæma," segir svo í kjölfarið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner